SKÁLDSAGA Á ensku

Gone with the Wind

Hin stórbrotna skáldsaga Gone with the Wind eftir Margaret Mitchell kom fyrst út árið 1936 og ári síðar hlaut höfundurinn Pulitzer-verðlaunin fyrir skáldsöguna. Á íslensku heitir hún Á hverfanda hveli.

Sögusviðið er Suðurríkin á tímum bandaríska borgarastríðsins (þrælastríðsins). Hér segir frá Scarlett O'Hara, fordekraðri og viljasterkri dóttur plantekrueiganda, ástum hennar og raunum.

Eftir sögunni var gerð kvikmynd árið 1939, með Vivien Leigh og Clark Gable í aðalhlutverkum, sem sló strax í gegn, hlaut tíu Óskarsverðlaun og hefur allar götur síðan verið talin með bestu kvikmyndum sögunnar.


HÖFUNDUR:
Margaret Mitchell
ÚTGEFIÐ:
2020
BLAÐSÍÐUR:
bls. 1174

AÐrar bÆkur
SEM ER VERT AÐ SKOÐA :